NVF

Forside Nyheder Fundur formanna og ritara íslensku hópanna

Fundur formanna og ritara íslensku hópanna

Fundur formanna og ritara í íslensku vinnuhópunum eða NVF-nefndunum var haldinn þann 26. október sl. Mæting var góð og fóru nefndarmenn yfir starfið hingað til en ekki hefur verið haldinnn fundur af þessu tagi fyrr en nú vegna kórónuveirufaraldursins. Fram kom að sá faraldur hefði sett strik í reikninginn og starfið farið hægar af stað en ella. Allar nefndir eru þó komnar í gang og vel það, sumar sem voru einungis til árs hafa meira að segja lokið störfum. Reiknað er með að aukinn kraftur komist í starfið núna og er verið að skipuleggja ráðstefnur og fundi fyrir næsta ár og jafnvel nú í haust.

Fundargerð hefur verið rituð og er hana að finna undir Íslandi og “Dokumenter”